Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefna þessi nær til alls starfsfólks THG arkitekta ehf. og eru markmið hennar að gæta fyllsta jafnréttis kynjanna sbr. lög nr. 150/2020. Tryggir stefnan að allir starfsmenn njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni. Hver starfsmaður á að vera metinn og virtur að verðleikum sínum og ekki á að mismuna starfsfólki á grundvelli ómálefnalegra þátta.
THG arkitektar ehf. skuldbindur sig til að viðhalda stefnunni með því að:
Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Framkvæma árlega launagreiningu
Kynna starfsfólki helstu niðurstöður launagreininga
Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum
Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi hverju sinni
Halda árlega rýni stjórnenda
Ábyrgðraðili: Framkvæmdastjóri THG arkitekta ehf. ber ábyrgð á að jafnlaunakerfi sé komið upp og innleitt og því viðhaldið.